Gleðilegt ár 2006

Gleðilegt ár gott fólk...aldrei að vita nema að ég nái endanlega að koma einhverjum síðbúnum jólakortum.

Jæja, nýtt ár komið og svo sannarlega ýmislegt búið að gerast og á eftir að gerast.
Jól og áramót voru ágæt en ansi lituð af því að ég var á fullu í verkefnavinnum með hópfélögum. Við skiluðum núna 4. jan og erum svona bara þokkalega sáttir. Mér tókst loks að sparka mér í gang og náði að setja einhver spor á þessar síður. Framundan er svo próf þ. 19. þessa mánaðar og svo bara eitt stykki lokaritgerð.

Börnin eru hjá mér þessa vikuna. Komu í gær. Búið að vera alveg ágætt. Sátum við kvöldverðaborðið og renndum niður íslenskum fiskibollum. Ég verslaði fiskibolludósina í Nettó hér í bæ. Þessi réttur er með ólíkindum. Algjörlega næringasnauður og maður er hungraðri eftir matinn en fyrir matinn. Þess vegna var fundið upp fyrirbærið "meðlæti". Orðið sjálft er nú efni í 5 binda seríu.

Vikan framundan fer í að reyna að finna út eitthvað skemmtilegt til að skrifa um og undirbúa fyrir prófið 19. næstkomandi. Ef fólk hefur einhverjar hugmyndir þá fire away...náminu er lýst lauslega hér www.itko.dk Have fun.

Jæja, best að koma sér í bólið.

Sjáumst og farið vel með ykkur.

Arnar Thor

Ummæli

Vinsælar færslur